The Casual Cook — Recipes

Simple, beautiful recipes that actually work.
Recipe photo

Beef Stroganoff

By Sindri Aug 16, 2025 Serves 4 Prep 15 min Cook 35 min Total 50 min

Ingredients

  • 500 g nautaþynnur
  • 1 stór laukur, fínt skorinn
  • 250 g sveppir, sneiddir niður
  • 1 msk tómatpúrra
  • 200 ml matreiðslurjómi
  • 1-2 tsk Worcestershire sósa
  • 1 tsk Dijon sinnep
  • Fersk steinselja, söxuð (fyrir skraut)
  • Hrísgrjón
  • Kryddblanda
    • 1 tsk paprika (reykt eða venjuleg)
    • ½ tsk hvítlauksduft
    • ½ tsk laukduft
    • ¼ tsk svartur pipar
    • ½ tsk timían
    • ½ tsk steinselja
    • ¼ tsk allrahanda
    • 1 tsk nautakraftur (duft)

Instruments

Stór panna,Pottur,Hnífur,Skurðarbretti

Prepwork

Steps

  1. Sjóðið hrísgrjón: Setjið 180 ml af vatni í lítinn pott ásamt smá salti og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í pottinn og lækkið hitann svo það rétt kraumi í pottinum. Látið malla með loki í 12 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.
  2. Skerið grænmeti og brúnið kjötið: Sneiðið lauk (eftir smekk) og sveppi í þunnar sneiðar. Hitið smá af olíu á pönnu við frekar háan hita. Bíðið eftir að pannan verði mjög heit og brúnið kjötið svo vel í um 2 mín. Gott er að gera þetta í 2-3 skömmtum svo kjötið steikist sem best. Setjið á disk og geymið til hliðar.
  3. Steikið lauk og sveppi og bætið við hráefni út á pönnuna: Lækkið hitann á pönnunni. Bætið smá olíu á pönnuna og steikið lauk og sveppi þar til laukurinn er orðinn glær og mjúkur. Bætið kryddblöndunnni og tómatpúrru út á pönnuna og steikið í 1-2 mín. Bætið næst kjötinu út á pönnuna og steikið í 1-2 mín. Bætið að lokum rjóma, sinnepi, Worcestershire sósu og 100 ml af vatni út á pönnuna. Lækkið hitann ögn og látið malla undir loki í 10 mín.
  4. Leyfið sósunni að þykkjast: Takið lokið af pönnunni og látið malla í svolitla stund til viðbótar þar til sósan þykkist. Smakkið til með salti og notið sósujafnara eftir smekk ef þess þarf.
  5. Skerið gúrku: Skerið agúrku í stafi
  6. Berið fram: Berið fram rjómalagað nauta stroganoff með hrísgrjónum og gúrkustöfum.