The Casual Cook — Recipes

Simple, beautiful recipes that actually work.
Recipe photo

Carne Con Arroz

By Sindri Aug 17, 2025 Serves 4 Prep 10 min Cook 30 min Total 40 min

Ingredients

  • Salsa
  • Tómatpúrra
  • Hakk
  • Rifinn ostur
  • Nachos
  • Hrísgrjón
  • Kryddblanda (fyrir ~500g hakk)
    • 1 tsk cumin
    • 1 tsk paprikuduft (reykt ef þú átt það til; ef ekki, er venjulegt í lagi)
    • 1 tsk hvítlauksduft (eða 2 hvítlauksgeirar snöggsteiktir með kjötinu)
    • 1 tsk laukduft (eða fínt saxaður snöggsteiktur laukur)
    • ½ tsk chiliduft (eða örlítið cayenne fyrir hita)
    • ½ tsk oreganó
    • ¼–½ tsk salt (eftir smekk)
    • ¼ tsk svartur pipar
    • (optional) ½ tsk sykur eða skvetta af hunangi — jafnar út brögðin
  • Jógúrtsósa
    • Sýrður rjómi 18% / Grísk jógúrt
    • 2 Hvítlauksgeirar
    • 1 límóna
    • Steinselja (þurr eða fínt söxuð fersk)

Instruments

Hnífur,Skurðarbretti,Panna,Pottur,Eldfast mót

Prepwork

Forhitið ofn í 180°C með blæstri.

Steps

  1. Sjóðið hrísgrjón: Setjið 180 ml af vatni í lítinn pott ásamt smá salti og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í pottinn og lækkið hitann svo það rétt kraumi í pottinum og látið malla undir loki í 13 mín. Takið svo af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.
  2. Jógúrtsósa: Setjið sýrðan rjóma / gríska jógúrt í skál. Blandið við smá límónusafa og rífið smá límónubörk út í. Rífið 2 hvítlauksrif og blandið saman við sósuna ásam smá steinselju. Smakkið til með salti.
  3. Brúnið kjöt: Skerið lauk og papriku smátt (geymið smá fyrir salat). Hitið smá olíu á pönnu við frekar háan hita og brúnið kjötið vel. Færið kjötið á disk til hliðar og hellið fitunni úr pönnunni ef þarf.
  4. Steikið grænmeti: Lækkið hitann í miðlungshita og steikið lauk og papriku þar til laukurinn er orðinn glær og mjúkur. Bætið kjötinu aftur út á pönnuna ásamt kryddblöndu og salsa. Steikið í stutta stund. Bætið 75 ml af vatni út á pönnuna og steikið í 1-2 mín. Smakkið til með salti og takið af hitanum.
  5. Bakið í ofni: Færið innihald pönnunnar í lítið eldfast mót og toppið með osti. Hyljið formið með álpappír og bakið í miðjum ofni í 10 mín. Takið álpappírinn af forminu og bakið áfram í um 10 mín. eða þar til osturinn er fallega bráðinn og búinn að taka fallegan lit.
  6. Salat: Skerið tómata í litla bita og saxið salatblöndu smátt. Setjið tómata, salatblöndu, papriku og rauðlauk í skál og blandið vel saman.
  7. Berið fram: Berið fram carne con arroz með bræddum osti, nachos, suðrænni sósu og fersku salati.