Grísa Schnitzel
By Sindri
Aug 10, 2025
Serves 4
Prep 15 min
Cook 30 min
Total 45 min
Ingredients
- Grísasnitsel
- Kartöflur
- Egg
- Rauðkál
- Gulrætur
- Majónes
- Sítróna
- Pankó brauðraspur
- Kryddblanda
Instruments
Hnífur,Skurðarbretti,Panna,Pottur,Skál
Prepwork
—
Steps
- Sjóðið kartöflur: Setjið vatn í pott með ríflegu magni af salti og náið upp suðu. Sjóðið kartöflur þar til hnífur rennur auðveldlega í gegnum þær. Leyfið að kólna smá og skrælið svo (má sleppa).
- **Hrásalat: ** Sneiðið rauðkál mjög þunnt, helst með mandolíni (farið varlega). Skrælið og rífið gulrót með rifjárni. Skerið sítrónu í báta. Blandið rauðkáli, gulrótum og majónesi saman í skál. Smakkið til með smá sítrónusafa og salti.
- Undirbúningur: Setjið 1 cm lag af olíu í pönnu og látið ná hita á meðan schnitzel er undirbúið. Þeytið eggin í skál. Hrærið kryddblöndu saman við rasp. Setjið hveiti á disk og raspið á annan disk.
- Lemjið og veltið upp úr eggi: Leggið kjötið á borðið með bökunarpappír undir og yfir (gott er að gera eina til tvær í einu). Notið lítinn pott eða kjöthamar til að berja kjötið þar til það er orðið mjög þunnt. Saltið og piprið kjötið á báðum hliðum. Veltið kjötinu upp úr hveiti og leggið kjötið svo í eggið og veltið um. Færið kjötið svo í pankó raspið og passið að það þeki alla fleti kjötsins.
- Steikið: Steikið schnitzel þar til það er fallega gyllt á báðum hliðum og eldað í gegn. Leggið kjötið á eldhúspappír eftir steikingu til að þerra auka olíuna.
- Brún sósa: Setjið brúnu sósuna í pott og hitið upp. Þykkið með sósujafnara ef þess þarf. Ef sósan verður of þykk má þynna hana með smá vatni. Smakkið til með salti og pipar.
- Berið fram: Berið fram ómótstæðilega stökkt grísa schnitzel með brúnni sósu, hrásalati, kartöflum og sítrónubátum.