The Casual Cook — Recipes

Simple, beautiful recipes that actually work.
Recipe photo

Mexíkósk kjúklingasúpa

By Sindri Aug 20, 2025 Serves 2 Prep 10 min Cook 35 min Total 45 min

Ingredients

  • 300 g Kjúklingabringur
  • 1 stk. Rauðlaukur
  • 1 stk. Rauð paprika
  • 210 g Niðursoðnir tómatar
  • 120 ml Mild salsa
  • 45 g Cheddar blanda
  • 45 g Nachosflögur
  • 50 ml Sýrður rjómi 18%
  • 1 stk.Lárpera
  • 4 g Kóríander
  • 75 g Rjómaostur
  • 65 g Kryddmauk (tómatpúrra, taco kryddblanda (krydd (chilli, cumin, hvítlaukur), laukur, salt, oregano, paprika), kjúklingakraftur, hvítlauksduft).

Instruments

Skurðarbretti,,Hnífur,2 pottar

Prepwork

.

Steps

  1. Sjóðið kjúklingabringur: Setjið vatn í pott og náið upp suðu, bætið kjúklingabringum út í og lækkið hitann í lægstu stillingu. Látið standa með loki í um 15 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Gott er að skera aðeins í þykkasta part kjúklingsins og sjá hvort hann sé eldaður í gegn og bæta aðeins við tímann ef þarf. Setjið kjúklinginn svo á disk og hyljið með álpappír.
  2. Skerið grænmeti og bætið við hráefnum: Saxið papriku og rauðlauk. Hitið smá olíu í potti og steikið papriku og rauðlauk við miðlungshita þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið kryddmauki út í og steikið í 1-2 mín. Bætið salsasósu, niðursoðnum tómötum og 500 ml af vatni út í. Hrærið vel saman og látið malla með loki í um 15 mín.
  3. Bætið rjómaosti og kjúklingi út í súpuna: Bætið rjómaosti (merktur með límmiða) út í pottinn og látið malla við vægan hita í um 5-10 mín. og hrærið vandlega. Smakkið súpuna til með salti og pipar ef þess þarf. Notið tvo gaffla til þess að rífa kjúklingabringurnar í sundur og bætið út í súpuna.
  4. Berið fram: Skerið lárperu í bita og saxið kóríander eftir smekk. Berið fram mexíkóska kjúklingasúpu með rifnum osti, nachosflögum, sýrðum rjóma og kóríander.